Leirlistarnámskeið f. 3.-4. bekk í Kátakoti, vor 2016

Leirlistarnámskeið f. 3.-4. bekk, vor 2016

Hér getur að líta nokkrar myndir frá leirlistarnámskeiði sem er í boði fyrir 3. og 4. bekk í Kátakoti, en á myndasíðu Landakotsskóla er safn með myndum af námskeiðinu. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Kátakot

Kátakot

Kátakot, frístundin í Landakotsskóla er metnaðarfull frístund þar sem börnin fá að njóta sín í tónlist, myndlist, forritun, skák og kínversku svo eitthvað sé nefnt. Börnin okkar velja milli fiðlu, ukulele, hljómborðs og hljóðheima sem er tilraunir með hljóð (hljóðfæri). Einnig fáum við inn aðra aðila með t.d. tæknilegó og jóga. Við leggjum mikið upp úr því að börnin í frístundinni fái að leika sér frjálst og kynnast hvert öðru í leik. Okkur finnst mikilvægt að börnin fari eitthvað út á hverjum degi þar sem dagurinn er langur og gott að fá frískt loft og útrás á leikvellinum. Við erum 5 starfsmenn sem vinnum með börnin auk þeirra sem sjá um tónlist, myndlist, forritun, skák og kínversku. Boðið er uppá frístund frá 14:00 til 17:00.

Við erum: Erna, Fanney, Vilborg, Svetlana og Zita

Símanúmer frístundarinnar er 8930772

Hér getur að líta stundaskrá Kátakots.

 fristund15 16-page-001

Smellið á myndina til að stækka hana.

Svipmyndir úr Sælukoti

Svipmyndir úr Sælukoti

Í Landakotsskóla er boðið upp á síðdegisvist í Kátakoti fyrir yngstu nemendur þar sem í boði er margvísleg kennsla í bland við leik og útivist. Skólinn kappkostar að bjóða upp á hollan og góðan mat í hádegi og í síðdegisvist.

Nú hefur verið sett upp myndasafn á heimasíðu Landakotsskóla með myndum úr starfi síðdegisvistar. Um er að ræða bæði myndir sem Fanney leiðbeinandi í síðdegisvist tók og sem krakkarnir tóku sjálfir.

Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Leikhús barnanna

Leikhús barnanna í samvinnu við Landakotsskóla

25. janúar 2016

Læra með því að leika

  1. Leiksýningar leiknar af börnum fyrir börn
  2. Stjórnað af atvinnufólki í faginu
  3. Einkunnarorð: sjálfsagi, samvinna, einbeiting og sköpunargleði

Nú stendur yfir 6. leikárið hjá Leikhúsi barnanna í samvinnu við Landakotsskóla. Við bjóðum nemendum úr 5. 6. og 7. og 8. bekk upp á leiklistarnámskeið sem lýkur með leiksýningu.

IMG 0024

Vornámskeið: Sýning á Bugsý Malone sem er leikrit með tónlist, dönsum og söngvum. Við kennum á íslensku og ensku og verður lögð áhersla á framsögn og raddbeitingu. Leiklistarleiki og spuni.

TÍMI: Námskeiðið hefst föstudaginn 12. febrúar 2016 og lýkur með leiksýningu á Bugsý Malone. Frumsýning er fyrirhuguð í lok maí eða byrjun juní. Æfingar verða á miðvikudögum og föstudögum frá kl 14:20 til 16:00. Þeir krakkar sem eru í burðarhlutverkum verða að geta mætt báða dagana en það er skyldumæting fyrir alla á föstudögum. Þegar líður að frumsýningu verða börnin að vera undir það búin að æfa oftar.

IMG 0012

STAÐUR: Æft verður í danssal Landakotskóla báða dagana en sýnt í gamla leikhúsinu Iðnó við Tjörnina.


KOSTNAÐUR: 35.000 kr. á barn

SKRÁNING OG UPPLÝSINGAR:

Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari
 (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), S. 8685560

Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari: Stundaði nám í leiklist í Danmörku, Bretlandi og á Íslandi. Hún starfað í 10 ár sem leikari bæði hér heima og í bresku ferðaleikhúsi sem sýndi víðsvegar um Evrópu. Inga hefur leiksýrt á 5. tug leikverka hér heima og erlendis, bæði á leiksvið og í útvarp. Hún hefur einnig rekið eigin leikhús í Bretlandi og á Íslandi. Helstu sýningar sem hún hefur leikstýrt eru: Eins konar Alaska og Kveðjuskál eftir Pinter, Dauðadansinn eftir Strindberg, Makbeð eftir Shakespeare, Medeu og Trójudætur eftir forngríska höfundinn Evripídes. Auk þessa hefur hún kennt leiklist við grunnskóla, framhaldsskóla og í leikstjóradeild Háskólans í Cardiff. Inga hefur fengið listamannalaun frá ríki og borg. 2008 lauk hún kennararéttindarnámi frá LHÍ.

IMG 0003

Virginia Gillard leikari og trúður: er fædd í Ástralíu og fékk sína fyrstu leikhúsreynslu átta ára gömul í Leikhúsi unga fólksins í Ástralíu og starfaði með leikhúsinu öll sín barna og unglingsár.

Hún stundaði nám við National Institute of Drama Art, Centre, Sydney og Rada í London og hjá trúðmeistaranum Philippe Gaulier í París. Virginía starfaði svo í Sviss og London sem leikari, trúður og leikstjóri.

Frá árinu 1999 hefur hún einbeitt sér að trúðleik og kennslu. Hún var einn af stofnendum „kærleika í Skotlandi“ Clowndoctors og Elderflowers sem sérhæfir sig í að vinna með börnum, öryrkjum og öldruðu fólki og fjölskyldur þeirra inni á sjúkrastofnunum. Meginmarkmiðið er að veita þeim sem eru skertir af fötlum eða sjúkdómum gleði í gegnum leik.

Virginía hefur verið búsett á Íslandi frá 2011 og leikið í barnaleikritinu Ævintýri Munkhásens í leikstjórn Ágústu Skúladóttur í Gaflaraleikhúsinu og kennt námskeið í trúðleik fyrir fullorðna. Inga Bjarnason og Virginía Gillard hófu samstarf 2012 fyrst með leiklistarnámskeiðum fyrir börn og síðar með leiksýningu.

= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = =

Nú hefur verið sett upp myndasafn úr starfi Leikhúss barnanna.

Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.