Samsöngur í desember

2. desember

Á hverjum föstudegi hittast 5 ára-3.bekkur í salnum og syngja saman.

Nú í desember bætast 4., 5. og 6. bekkur við og þá kveikja nemendur úr 5.bekk líka á kertum aðventukransins og segja frá hverju kerti fyrir sig.

Í morgun spiluðu nemendur í 5 ára bekk jólalög á ukulele og sungu með.

Aðstandendur eru alltaf velkomnir að mæta og syngja með og eins og sjá má á myndunum eru þeir duglegir að láta sjá sig :)